Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. september 2022 11:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bellerín heim til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Hector Bellerín er enn í viðræðum við Arsenal um riftun á samningi sínum við félagið. Bellerín á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en vill fara frá félaginu.

Greint er frá því á Sky Sports að umboðsmenn Bellerín séu bæði að vinna í því að fá samningnum rift og á sama tíma eru þeir að ræða við Barcelona um að Bellerín gangi í raðir spænska félagsins.

Bellerín hefur verið hjá Arsenal í tólf ár en hefur síðustu tímabil ekki verið í stóru hlutverki. Hann spilaði 35 deildarleiki tímabilið 2017-18 en síðan hefur leikjunum farið fækkandi. Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Real Betis.

Bellerín er uppalinn hjá Barcelona og var á mála hjá félaginu til sextán ára aldurs. Hann á að baki fjóra landsleiki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner
banner
banner