Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Braithwaite farinn til nágrannanna (Staðfest)
Þessir tveir eru báðir farnir.
Þessir tveir eru báðir farnir.
Mynd: Getty Images

Danski framherjinn Martin Braithwaite er búinn að skrifa undir þriggja ára samning hjá Espanyol eftir að hafa verið hjá Barcelona í tvö og hálft ár.


Barca borgaði 18 milljónir evra fyrir Braithwaite í febrúar 2020 þegar liðinu vantaði sóknarmann vegna meiðslavandræða utan félagsskiptaglugga.

Braithwaite átti tvö ár eftir af samningi sínum við Barca en félaginu tókst að semja við hann um riftun og er hann farinn beint yfir til nágrannanna.

Daninn var ekki elskaður af stuðningsmönnum Barca sem töldu hann ekki nægilega góðan og voru sárir út í hann fyrir að neita að taka á sig launalækkun þrátt fyrir að langflestir liðsfélagar hafi gert það.

Börsungar eru að undirbúa síðustu félagsskipti sumarsins og gæti Memphis Depay einnig farið frá félaginu í kvöld. Pierre-Emerick Aubameyang er svo gott sem kominn til Chelsea samkvæmt fjölmiðlum á Spáni.


Athugasemdir
banner