Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 01. september 2022 23:55
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton festi kaup á Billy Gilmour (Staðfest)
Mynd: EPA

Brighton er búið að ganga frá félagsskiptum skoska miðjumannsins Billy Gilmour frá Chelsea.


Gilmour kostar um 10 milljónir punda skrifar undir fjögurra ára samning við Brighton eftir að hafa verið hjá Chelsea síðustu fimm ár.

Gilmour, sem varð 21 árs í sumar, á 22 leiki að baki fyrir Chelsea og spilaði 28 leiki á láni hjá Norwich City á síðustu leiktíð, þar af 24 í úrvalsdeildinni.

Hann á 15 leiki að baki fyrir Skotland og verður skemmtilegt að sjá hann í spennandi liði Brighton þar sem hann mun berjast við menn á borð við Alexis Mac Allister, Adam Lallana og Enock Mwepu um sæti við hlið Moises Caicedo á miðjunni.

Gilmour er fimmti leikmaðurinn sem Brighton fær til sín í sumar eftir Pervis Estupinan, Julio Enciso, Simon Adingra og Levi Colwill.


Athugasemdir
banner