Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Draxler valdi Benfica (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Julian Draxler er orðinn nýr leikmaður Benfica á eins árs lánssamningi frá Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain.


Draxler, sem verður 29 ára í mánuðinum, hefur leikið 198 leiki á fimm og hálfu ári hjá PSG. Hann er kantmaður að upplagi en gríðarlega fjölhæfur þar sem hann getur verið á báðum köntum og einnig leikið á miðjunni eða í fremstu víglínu.

Draxler á 58 landsleiki að baki fyrir Þýskaland og tvö ár eftir af samningnum við PSG sem verður væntanlega ekki endurnýjaður.

Draxler er áttundi leikmaðurinn til að ganga í raðir Benfica í sumar eftir mönnum á borð við David Neres, Fredrik Aursnes og Enzo Fernandez.

Það voru ýmis úrvalsdeildarfélög orðuð við Draxler í sumar en hann valdi að skipta til Benfica.

Þjóðverjinn hefur skorað 26 mörk í 198 leikjum hjá PSG.


Athugasemdir
banner
banner