Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 01. september 2022 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Hector Bellerin til Barcelona (Staðfest)
Bellerin gerði góða hluti á láni hjá Real Betis á síðustu leiktíð og vann spænska bikarinn með félaginu.
Bellerin gerði góða hluti á láni hjá Real Betis á síðustu leiktíð og vann spænska bikarinn með félaginu.
Mynd: Getty Images

Hector Bellerin er búinn að skrifa undir samning við Barcelona og tekur stöðu Sergino Dest í leikmannahópinum.


Bellerin er hægri bakvörður sem kemur á frjálsri sölu frá Arsenal en enska félagið er með prósentu af endursölu á leikmanninum. Hann átti eitt ár eftir af samningnum við Arsenal sem leyfði honum að fara frítt á gluggadegi.

Það er þó afar ólíklegt að Barca selji þennan leikmann þar sem hann skrifaði aðeins undir eins árs samning við félagið.

Bellerin er 27 ára. Hann ólst upp hjá Barcelona en Arsenal stal honum ungum og var hann mikilvægur hlekkur í liðinu á sínum fyrstu árum. Gífurlegur hraði einkenndi hans leik en Bellerin varð aldrei samur eftir erfið meiðsli 2019.

Hann mun berjast við Sergi Roberto um byrjunarliðssæti í hægri bakverði.


Athugasemdir
banner
banner
banner