Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. nóvember 2020 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Wilson með tvö í öðru tapi Everton
Wilson fagnar.
Wilson fagnar.
Mynd: Getty Images
Newcastle 2 - 1 Everton
1-0 Callum Wilson ('56 , víti)
2-0 Callum Wilson ('84 )
2-1 Dominic Calvert-Lewin ('92)

Callum Wilson reyndist hetja Newcastle í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á Everton. Þetta er annað tap Everton í röð efir frábæra byrjun á tímabilinu. Wilson hefur skorað sex mörk í fyrstu sjö umferðunum.

Fyrra mark WIlson kom úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Seinna markið kom eftir fyrirgjöf frá Ryan Fraser á 84. mínútu. Það var Dominic Calvert-Lewin sem minnkaði muninn á 92. mínútu fyrir Everton en lengra komust gestirnir ekki.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton líkt og Robin Olsen. Olsen tók stöðu Jordan Pickford í markinu sem var óvænt á bekknum. Gylfi lék allan leikinn.

Everton er með 13 stig eftir sjö leiki, áfram í 2. sæti deildarinnar. Newcastle er með ellefu stig í 10. sæti.
Athugasemdir
banner
banner