Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. nóvember 2020 16:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Ingibjörg og stöllur hennar svöruðu sigri Rosenborg
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efstu fjögur liðin í efstu deild norska kvennaboltans léku innbyrðis í dag. Rosenborg og Avaldsnes mættust í fyrri leik dagsins og topplið Valerenga mætti svo LSK í seinni leiknum.

Í Þrándheimi var Hólmfríður Magnúsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes þegar liðið tapaði 3-1 gegn Rosenborg. Hólmfríður lék fyrstu 69 mínúturnar í leiknum. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn þegar þrjár umfeðir voru eftir af deildinni.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Valerenga og lék allan leikinn þegar liðið vann 4-2 sigur á LSK í Osló. LSK hefur orðið Noregsmeistari síðustu sex tímabilin. Valerenga þurfti að svara sigri Rosenborg til að halda toppsætinu. Liðið komst í 3-0 í leiknum og í 4-1.

Úrslitakeppni aflýst - Einokun á enda
Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Mótinu átti að ljúka með fjögurra liða úrslitakeppni milli efstu liðanna en þeirri keppni var aflýst vegna heimsfaraldursins.

Það þýðir að LSK á ekki lengur möguleika á norska meistaratitlinum. LSK vann titilinn sex ár i röð frá 2014-2019. Avaldsnes er með 31 stig í 3. sæti, Rosenborg er með 34 stig og Valerenga með 35 stig þegar sex stig eru í pottinum. Efstu liðin eiga ekki eftir að mætast innbyrðis.

Valerenga 4 - 2 LSK

Rosenborg 3 - 1 Avaldsnes
Athugasemdir
banner
banner
banner