Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. janúar 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Minamino gæti fengið tækifærið gegn Everton
Takumi Minamino gæti spilað gegn Everton
Takumi Minamino gæti spilað gegn Everton
Mynd: Twitter
Takumi Minamino gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Everton í 3. umferð FA-bikarsins um helgina en Jürgen Klopp. stjóri liðsins, gaf það í skyn í viðtali.

Minamino samdi við Liverpool undir lok desember fyrir 7,25 milljónir punda en hann kom frá RB Salzburg í Austurríki.

Hann má ekki spila gegn Sheffield United í kvöld útaf reglum deildarinnar en hann er löglegur gegn Everton í bikarnum um helgina.

Klopp kom inn á það að það taki ekki Minamino fimmtán vikur til að aðlagast. Það tók tíma fyrir Naby Keita og Fabinho að aðlagast og komast inn í hópinn er þeir sömdu við Liverpool en það verður ekki sama sagan með Minamino.

„Við megum ekki velja hann í hópinn í þetta sinn en eftir það þá erum við að hugsa um að koma honum í hópinn. Við getum unnið með það og viljum að hann nýti þessa náttúrlega hæfileika sína," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner