Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. janúar 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bolton, Sunderland og Blackpool voru í Evrópubaráttu fyrir áratugi
Mynd: Getty Images
Það er áhugavert að fylgjast með þeim miklu breytingum sem eiga sér stað yfir árin í knattspyrnuheiminum og er enski boltinn engin undantekning.

Ef stöðutafla ensku úrvalsdeildarinnar fyrir áratugi síðan er skoðuð kemur margt áhugavert í ljós, eins og að liðin í 6-10. sæti um áramótin 2010-11 eru öll fallin úr deildinni.

Bolton var í 6. sæti en leikur í ensku D-deildinni í dag og er ansi neðarlega þar, eða í 15. sæti af 24. Grétar Rafn Steinsson var partur af liði Bolton á þessum tíma.

Sunderland var í 7. sæti en er um miðja C-deildina í dag, við hlið Blackpool sem var í 8. sæti úrvalsdeildarinnar fyrir áratugi síðan.

Næst á stöðutöflunni komu Blackburn Rovers og Stoke City sem eru í Championship deildinni í dag, rétt eins og Wigan og Birmingham sem voru einnig í úrvalsdeildinni fyrir tíu árum.

Þeirra í stað eru Leicester, Southampton, Leeds, Crystal Palace, Burnley, Brighton og Sheffield United mætt í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner