Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 02. maí 2022 10:45
Elvar Geir Magnússon
Bitnar á Bayern að þýska deildin er að dragast aftur úr
Mynd: EPA
Philipp Lahm, fyrrum leikmaður Bayern München, segir það áhyggjuefni að þýska deildin sé að dragast aftur úr. Hann segir að það bitni á stórliði Bayern að þýska deildin sé ekki nægilega sterk.

Bæjarar hafa haft mikla yfirburði í Þýskalandi og unnið meistaratitilinn þar í landi tíu ár í röð. Bayern vann Meistaradeildina 2020 en Lahm óttast að það verði bið í að liðið vinni keppnina aftur.

„Það hefur alltaf verið hefðin að Bayern dragi til sín bestu leikmennina í Þýskalandi. Lewandowski kom til Bayern frá Dortmund 2014. Í dag er raunin sú að bestu þjálfarar heims fara til Englands og það er ekki gengið að því vísu að eftirsóttustu leikmennirnir í Bundesligunni fari til Bayern," segir Lahm.

„Erling Haaland mun væntanlega fara í ensku úrvalsdeildina, rétt eins og Kai Havertz gerði tveimur árum áður. Þá eru vangaveltur um að Serge Gnabry sé á förum. Ef hæfileikaríkustu leikmenn heims telja það betra að spila í enska boltanum en þeim þýska þá skapar það vandamál fyrir Bayern og þýsku deildina."
Athugasemdir
banner