Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fim 02. maí 2024 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Nú er nóg komið
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur fengið sig fullsaddan af sögusögnum um framtíð hans hjá félaginu.

Eftir góðan 2-0 sigur liðsins á Tottenham í kvöld var Pochettino spurður út í framtíðina.

Ensku blöðin hafa greint frá því að Chelsea sé að íhuga að losa sig við argentínska stjórann eftir tímabilið en Robert De Zerbi er einn af þeim sem hafa verið orðaðir við félagið.

„Nú er nóg komið,“ sagði Pochettino er hann var spurður út í endalausu sögusagnirnar um framtíð hans hjá félaginu.

„Allir stjórar þurfa tíma til að miðla hugmyndum sínum og hugmyndafræðum sínum. Þá sérstaklega þegar liðið er eins og þessi hópur hér. Við þurfum tíma, en þetta er ekki mín ákvörðun.“

„Það er erfitt að sjá það í hverri viku að ég sé undir einhverskonar rannsókn eða dæmdur. Það veltur ekki á mér hvort ég verði hér áfram eða ekki.“

„Ef við viljum skapa söguna hjá Chelsea þá held ég að það sé mikið verk að vinna. Sjáum til hvort við fáum tímann til að gera það.“

„Tilfinning mín er sú að ég er ótrúlega stoltur af þessum strákum og öllum hópnum sem við erum með hér, sem eru um 25-27 leikmenn. Við viljum það besta fyrir þá og fram að síðasta degi munum við reyna allt til að hjálpa þeim,“
sagði hann í lokin.

Gengi Chelsea hefur verið brösulegt á þessari leiktíð en það hefur misst af Meistaradeildarsæti annað árið í röð og tapaði fyrir Liverpool í úrslitum deildabikarsins.
Athugasemdir
banner
banner