Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. maí 2022 11:19
Elvar Geir Magnússon
Erfiðast að dæma hjá Alan Stubbs
Mynd: Getty Images
Martin Atkinson mun leggja flautuna á hilluna og hætta dómgæslu eftir tímabilið. Þetta var opinberað á dögunum og vegna þessara tímamóta þá sat hann fyrir svörum á ráðstefnu.

Atkinson byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004/05 og var spurður að því hjá hvaða leikmanni hafi verið erfiðast að dæma.

Þar valdi Atkinson fyrrum leikmann Everton, Alan Stubbs.

„Hann sparkaði í allt sem hreyfðist, var harður sem nagli og ég var dauðhræddur við hann þegar ég byrjaði að dæma. Það var nánast ómögulegt að dæma hjá honum en maður lærði mikið af því," segir Atkinson.

Alan Stubbs var varnarmaður en hann lagði skóna á hilluna 2008.

Þegar Atkinson var spurður að því hjá hvaða leikmanni hafi verið þægilegast að dæma nefndi hann tékkneska miðjumanninn Tomas Rosicky sem lék með Arsenal.

„Hann sýndi dómurunum alltaf mikla virðingu og við náðum vel saman," segir Atkinson.
Athugasemdir
banner