Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. júní 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær sagður ósáttur með framlag Wan-Bissaka
Trippier
Trippier
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, er sagður ósáttur við framlag Aaron Wan-Bissaka þegar kemur að sóknarleik liðsins. Það er ManchesterEveningNews sem greinir frá.

Wan-Bissaka er hægri bakvörður og einn öflugasti bakvörður deildarinnar þegar kemur að varnarleik.

Solskjær er sagður vera að skoða að fá inn Kieran Trippier sem er talsvert öflugri fram á við en Wan-Bissaka.

Trippier er leikmaður Atletico Madrid en hélt með Manchester United þegar hann var yngri, áður en hann fór inn í akademíuna hjá Manchester City.

Wan-Bissaka lagði upp fjögur mörk í deildinni á liðinni leiktíð en Trippier lagði upp sex með Atletico.


Wan-Bissaka
Athugasemdir
banner
banner