Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. júlí 2018 11:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný Árna spáir í leik Brasilíu og Mexíkó
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 er leikur Brasilíu og Mexíkó á HM í Rússlandi, í 16-liða úrslitunum.

Margir telja Brasilíu vera sigurstranglegasta liðið sem eftir er.

Guðný Árnadóttir, varnarmaður FH, spáir í spilin fyrir þennan leik. Hún spáir markaleik.

Brasilía 3 - 2 Mexíkó (klukkan 14:00)
Ég spái því að þetta verði mjög skemmtilegur leikur og mikið af mörkum þar sem Mexíkóar komast yfir snemma. Brassarnir munu svo skora næstu þrjú mörk.

Fyrsta markið verður Neymar ur vítaspyrnu og svo munu Thiago Silva og Coutinho skora sitt hvort markið. Mexíkóar ná að pota inn einu marki fyrir leikslok til að gera þetta spennandi en ná ekki inn jöfnunarmarkinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner