Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 02. júlí 2019 10:53
Fótbolti.net
„Mjög stór fiskur í íslensku tjörninni okkar"
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals.
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er töffaraskapur hjá Val að kaupa Patrick bara til baka," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu hér á Fótbolta.net. Danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen er kominn aftur til Vals en hann var besti leikmaður deildarinnar í fyrra.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Hann gjörbreytir þessu liði. Óli Kalli var ekki með gegn HK, hann var í stúkunni, og þá var Emil Lyng á toppnum. Ég hefði gefið honum svona 3 í einkunn fyrir þennan leik," segir Magnús Már Einarsson.

„Patrick Pedersen er ekki bara markaskorari, hann er ógeðslega góður að tengja spil. Þess vegna mun leikur Vals gjörbreytast við að fá hann inn. Hann var bestur í deildinni í fyrra og nálægt markametinu. Hann gerði fjögurra ára samning og mun gera ótrúlega mikið fyrir þetta lið."

Þetta er í fjórða sinn sem Patrick semur við Val en hann kemur nú frá Sheriff í Moldavíu. Af hverju gengur honum svona illa að festa sig í sessi annars staðar en í Val?

„Þetta er bara hans svið. Það virðist vera nokkuð ljóst. Hann er ekki með nægilega gott markahlutfall úti. Hann er bara mjög stór fiskur í íslensku tjörninni okkar. Þetta er bara besti leikmaðurinn í íslensku deildinni," segir Tómas Þór Þórðarson.

Magnús vill sjá Ólaf Karl Finsen færast út á kantinn við komu Pedersen.

„Óli hefur verið besti leikmaður Vals á tímabilinu, ég á von á því að hann fari núna á kantinn og verði með í þessari sóknarlínu sem verið er að búa til núna. Ég held að Valsvélin sé að komast í gang," segir Magnús sem telur að Valur nái að lokium Evrópusæti.

„Já já, ég held að það sé mjög líklegt að Valur nái Evrópusæti. Það eru fimm stig í þriðja sætið hjá Val núna."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner