Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg fyrirliði Íslands
Icelandair
Jóhann Berg á æfingu.
Jóhann Berg á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Jóhann Berg Guðmundsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll á eftir.

Ísland mætir Rúmeníu á eftir klukkan 18:45.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru ekki í hópnum; tveir leikmenn sem hafa oft verið með fyrirliðabandið.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri enginn ákveðinn fyrirliði í þessu verkefni. „Við erum með marga mjög reynda leikmenn og treystum á þá alla. Það verður að koma í ljós hver verður með bandið í hverjum leik. Við verðum að stýra álaginu og ólíklegt að sami aðili verði með bandið alla leikina," sagði Arnar.

Það er Jóhann Berg sem fær traustið í kvöld frá landsliðsþjálfurunum.

Hægt er að sjá byrjunarlið Íslands með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner