
Rúnar Alex Rúnarsson fær tækifæri í marki Íslands gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld.
Bæjarfélagið Selfoss mun þá eflaust fylgjast vel með landsleiknum því tveir fulltrúar þeirra eru í byrjunarliði okkar Íslendinga. Guðmundur Þórarinsson byrjar í vinstri bakverði og Viðar Örn Kjartansson leikur sem fremsti maður.
Bæjarfélagið Selfoss mun þá eflaust fylgjast vel með landsleiknum því tveir fulltrúar þeirra eru í byrjunarliði okkar Íslendinga. Guðmundur Þórarinsson byrjar í vinstri bakverði og Viðar Örn Kjartansson leikur sem fremsti maður.
Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson byrja saman í hjarta varnarinnar en þeir stóðu sig saman í verkefni í sumar. Birkir Már Sævarsson er í hægri bakverði.
Þá byrjar hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson inn á miðsvæðinu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!
Staðan í riðlinum:
1. Armenía 9 stig
2. Norður-Makedónía 6 stig
3. Þýskaland 6 stig
4. Rúmenía 3 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig
Athugasemdir