Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. september 2021 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn: Það var frekar þögult
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson kom ferskur inn í liðið
Viðar Örn Kjartansson kom ferskur inn í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði landsliðsins í 2-0 tapinu gegn Rúmeníu í kvöld en hann ræddi við RÚV eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Rúmenía

Selfyssingurinn byrjaði sem fremsti maður í dag og skapaði usla í fyrri hálfleiknum en hann fékk gott skallafæri eftir fyrirgjöf frá Birki Má Sævarssyni. Markvörður Rúmena gerði vel að verja það.

Íslenska liðið fékk skell í upphafi síðari hálfleiks og sló það menn út af laginu.

„Já og nei. Það er alltaf skrítið þegar maður er kallaður inn með stuttum fyrirvara en ég var ekkert 100 prósent viss um að ég myndi starta. Ég er bara að koma mér af stað eftir meiðsli en jújú það kom manni á óvart," sagði Viðar við RÚV.

„Mér leið fáránlega vel áður en þeir skora þetta mark. Við vorum mjög líklegir. Ég fékk gott færi og Birkir líka og að spila flottan fótbolta í fyrri hálfleik og mér fannst tímaspursmál hvenær við myndum skora, ekki þeir."

„Þeir setjann upp úr engu og það slær okkur út. Við höldum áfram á fullu en þeir skora. Við vorum alltaf líklegir að ná jöfnunarmarki inn en þegar maður tapar er maður aldrei sáttur en mér fannst við betri stóran partinn af leiknum."


Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið síðustu vikuna eða svo. Umræðan snýst að ofbeldi af hálfu landsliðsmanna og eitraðri menningu sem þrífst í knattspyrnuhreyfingunni. Viðar segir að þetta hafi verið skrítin vika.

„Það var frekar þögult. Þetta er búið að vera erfið vika fyrir alla og það er smá skrítið en við stóðum saman strákarnir. Með marki í fyrri hálfleik hefðum við unnið en við reyndum bara að einbeita okkur að fótboltanum. Svo fór sem fór og við verðum að koma betur gíraðir í næsta leik," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner