Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. október 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Gummi Tóta sökkti Hammarby
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson, einnig þekktur sem Gummi Tóta, var í lykilhlutverki er Norrköping hafði betur í Íslendingaslagnum gegn Hammarby, með tveimur mörkum gegn engu. Miðjumaðurinn knái lagði upp og skoraði.

Gummi lék allan leikinn fyrir Norrköping og það gerði Jón Guðni Fjóluson einnig í vörninni. Táningurinn Alfons Sampsted sat allan tímann á bekk gestanna á meðan hinn 18 ára gamli Arnór Sigurðsson fékk að spila síðustu mínúturnar.

Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason léku allan leikinn í liði Hammarby.

Það eru aðeins fjórar umferðir eftir af tímabilinu, en Gummi, Jón Guðni og félagar eru fjórum stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og liðsfélögum hans í AIK, sem verma síðasta evrópudeildarsætið.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig Gummi gerði út af við Hammarby sem siglir lygnan sjó um miðja deild.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner