Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 02. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Bruce: Ég þarf tíma eins og Klopp
Vill tíma.
Vill tíma.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, hefur óskað eftir því að fá tíma til að breyta liðinu til hins betra. Newcastle rændi jafntefli gegn Tottenham um síðustu helgi og marði Newport úr ensku D-deildinni í vítaspyrnukeppni í deildabikarnum í vikunni.

Bruce segist vera að breyta liði Newcastle og bendir á að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi tekið sinn tíma í að gera ensku meistarana að öflugu liði.

„Við þurfum allir tíma. Það tók frábæra stjóra eins og Jurgen nokkur ár til að ná því fram sem hann vildi," sagði Bruce.

„Allir stjórar þurfa tíma auðvitað því að þú getur ekki breytt neinu yfir eina nótt. Félagaskiptaglugginn og það sem er í gangi í heiminum gerir þetta mjög erfitt."

„Þetta er verk í mótun. Það er auðvelt fyrir mig að segja það en þetta er það. Við erum í miðjum breytingum og ég er að reyna að breyta okkur úr liði sem spilar með fimm manna vörn og liggur djúpt yfir í lið sem er sóknarsinnaðara með fjögurra manna línu."

Athugasemdir
banner