Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 02. nóvember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Bjó til Fram-lag með Haka og á Steina mikið að þakka - „Hann er minn maður“
Alex Freyr Elísson
Alex Freyr Elísson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alex er þakklátur hjálpina sem hann hefur fengið frá Aðalsteini Aðalsteinssyni
Alex er þakklátur hjálpina sem hann hefur fengið frá Aðalsteini Aðalsteinssyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Allt gerist af ástæðu,“ sagði Alex Freyr Elísson, nýr leikmaður Breiðabliks, um félagaskiptin sem fóru aldrei í gegn á síðasta ári en hann var nálægt því að ganga í raðir Víkings. Hann er nú kominn í Breiðablik eftir að hafa spilað feykivel með Frömurum í sumar, en hann fór aðeins lag sem hann flutti á lokahófinu, samband sitt við Aðalstein Aðalsteinsson og landsliðið.

Alex Freyr gekk í raðir Breiðabliks á dögunum frá Fram og er nú kominn í sterkasta lið landsins.

Hann tilkynnti um ákvörðun sína á lokahófi Fram og gerði gott betur en það, heldur flutti hann líka lag sem hann gerði með tónlistarmanninum Haka. Það lag sló heldur betur í gegn.

„Ég tók það meira að segja upp hérna uppi (fyrir ofan skrifstofu Fótbolta.net). Hlynur segir við mig að ég þurfi að vera með eitthvað atriði og sagði mér að fara upp á svið að syngja. Ég sagði það er ekki góð hugmynd klukkan 23:30, þannig ég ákvað að gera lag með Haka vini mínum. Hann var rosalegur í þessu lagi.“

„Þetta var Fram-lag. Talað um leikmennina og svona. Gott lag, þetta var vonum framar. Gamla fólkið klappaði og sagði vel gert, bjóst ekki alveg við þessu.“


Á Steina mikið að þakka

Alex Freyr er uppalinn í Grafarholti en það tók sinn tíma fyrir hverfið að vaxa og var því lítið annað í boði en að fara í Fylki þegar hann var ungur að árum. Aðalsteinn Aðalsteinsson var þá að þjálfa í Fylki en hann er einn sigursælasti þjálfari yngri flokka og starfar í dag sem yfirmaður íþróttamála hjá Fram og er aðstoðarmaður Jón Sveinssonar.

Aðalsteinn tók Alex með sér yfir í Fram og sá eitthvað sérstakt í hægri bakverðinum.

„Það vita ekki allir en ég var á fyrsta árinu í Fylki hjá honum. Þar hitti ég Steina í fyrsta skipið fjögurra ára gamall og síðan fer hann yfir í Fram og tekur mig yfir. Hann sótti mig á æfingar alla daga fram að 16 ára aldri og við eigum langa sögu. Ég á honum mikið að þakka að ég sé enn í fótbolta og ég geti eitthvað í fótbolta. Hann er minn maður,“ sagði Alex.

Taldi engar líkur á að vera í landsliðshópnum

Arnar Þór Viðarsson valdi á dögunum landsliðshóp fyrir verkefni gegn Sádi Arabíu og Suður-Kóreu, en leikmennirnir koma flestir úr Bestu deildinni. Var Alex eitthvað að gera sér vonir um að vera þar?

„Ekki ég. Strákarnir voru eitthvað búnir að segja við mig að ég gæti verið í þessum hóp en ég sagði engar líkur, alla vega ekki núna,“ sagði hann hógvær í lokin.
„Kominn í Breiðablik til að sýna öllum að ég sé besti hægri bakvörðurinn á landinu"
Athugasemdir
banner
banner
banner