Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. janúar 2021 18:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern lendir alltaf undir en tapar aldrei
Mynd: Getty Images
Bayern 5 - 2 Mainz
0-1 Jonathan Michael Burkardt ('32 )
0-2 Alexander Hack ('44 )
1-2 Joshua Kimmich ('50 )
2-2 Leroy Sane ('55 )
3-2 Niklas Sule ('70 )
4-2 Robert Lewandowski ('76 , víti)
5-2 Robert Lewandowski ('83 )

Evrópumeistarar Bayern München virðast elska það að lenda undir í þýsku úrvalsdeildinni.

Bayern tók á móti Mainz í deildinni í dag og var fyrri hálfleikurinn ekki mjög jákvæður fyrir stórveldið. Staðan að honum loknum var 2-0 fyrir Mainz.

Bayern hefur lent 1-0 undir í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni en ekki tapað neinum þeirra. Tap var ekki niðurstaðan í kvöld heldur því stórveldið kom til baka og vann stórsigur, 5-2. Robert Lewandowski skoraði tvennu og voru þeir Joshua Kimmich, Niklas Sule og Leroy Sane einnig á skotskónum.

Lærisveinar Hansi Flick eru á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 33 stig. Mainz er í 17. sæti með sex stig.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Mikilvægur sigur Dortmund gegn Wolfsburg
Athugasemdir
banner
banner
banner