Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. júní 2021 13:15
Ástríðan
Eru loksins að fá inn rétta og góða útlendinga
Cristofer Moises Rolin er kominn með tvö mörk á tímabilinu.
Cristofer Moises Rolin er kominn með tvö mörk á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ægir Þorlákshöfn er ósigrað eftir fjórar umferðir í 3. deild karla, liðið er með átta stig líkt og Augnablik en Höttur/Huginn trónir á toppi deildarinnar.

Ægismenn hafa verið þéttir og unnu 1-0 sigur gegn ÍH í síðustu umferð. Rætt var um leikinn í Ástríðunni.

„Ægismenn tóku frekar fagmannlegan sigur. Þeir hafa verið mest sannfærandi hingað til heilt yfir, miðað við leikjaplanið og allt," segir Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi og leikmaður ÍH.

„Við getum ekki litið framhjá því að þeir eru með fjóra Íslendinga fædda eftir aldamót. Þetta eru ekki bara einhverjir útlendingar með 350 þúsund krónur á mánuði fyrir að spila bara fótbolta, Að því sögðu eru langbestu leikmennirnir í liðinu útlendingarnir. Núna eru þeir loksina að fá rétta og góða útlendinga," segir Gylfi Tryggvason.

„Hingað til hefur scouting vinnan ekki verið unnin nægilega vel eða þetta ekki smollið. En núna, Lazar (Cordasic) á miðjunni er bilað góður og Rolin frammi er eins og flís við rass. Hann smellpassar inn í þetta. Þetta var algjörlega það sem Ægi vantaði, sterkur sóknarmaður. Það er líka rugl að Stefan Dabetic sé að spila í þessari deild."

Sóknarmaðurinn Cristofer Moises Rolin sem spilaði fyrir Sindra í fyrra gekk í raðir Ægis fyrir tímabilið. Hann er kominn með tvö mörk á tímabilinu. Sverrir segir að aðstoðarþjálfari Ægis hafi lagt áherslu á að fá leikmanninn inn.

„Baldvin Már Borgarsson sótti Rolin, hann fékk bara leyfi til að sækja hann. Hann sóttist eftir því hjá stjórninni og þjálfaranum að fá þennan leikmann og bara sótti hann sjálfur," segir Sverrir en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Ástríðan - Yfirferð yfir 4. umferð - Línur að skýrast?
Athugasemdir
banner
banner
banner