Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. júní 2021 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur til að Andri fylgist með hvar Italiano endar
Andri á æfingu með U21 landsliðinu.
Andri á æfingu með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson fékk væntanlega ekki eins mörg tækifæri og hann hefði óskað sér á nýafstöðu tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni.

Andri er á mála hjá Bologna sem hafnaði um miðja deild. Hann kom við sögu í átta leikjum og byrjaði einn af þeim.

Andri er 19 ára gamall og einn efnilegasti miðjumaður okkar Íslendinga.

Björn Már Ólafsson gerði upp tímabilið í ítölsku úrvalsdeildinni í hlaðvarpsþætti sínum og þar stakk hann upp á því að Andri myndi spila undir stjórn Vincenzo Italiano á næstu leiktíð.

„Það er spurning hvar hann ætti að spila á næsta tímabili. Ef við reynum að ímynda okkur hvar hann myndi henta inn, þá myndi ég - ef ég væri hann - fylgjast með því hvert Vincenzo Italiano, þjálfari Spezia, fer. Það eru mjög mörg félög sem hafa áhuga á því að fá hann sem þjálfara," sagði Björn.

„Þetta er einmitt þjálfarinn sem getur tekið leikmann eins og Andra Fannar, með hans hæfileika og hans eiginlega, og gert frábæra hluti fyrir hann."

Björn segir að Italiano hafi gert frábæra hluti með tvo unga ítalska miðjumenn í vetur, hann sé þjálfari sem myndi henta Andra einstaklega vel.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Ítalski boltinn - Uppgjörsþáttur tímabilsins
Athugasemdir
banner
banner