Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. júní 2022 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Guðrún skoraði í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Linköping 3 - 4 Rosengård
0-1 Loreta Kullashi ('30)
1-1 N. Karlsson ('34)
1-2 Loreta Kullashi ('43)
1-3 Guðrún Arnardóttir ('70)
2-3 T. Simonsson ('73)
2-4 Olivia Schough ('80)
3-4 A. Vagnsgaard ('90)


Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård í sjö marka toppslag gegn Linköping í dag.

Rosengård var með tveggja stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar fyrir heimsóknina til Linköping.

Þegar komið var til Linköping skoraði Loreta Kullashi tvennu í fyrri hálfleik og bætti Guðrún þriðja markinu við eftir leikhlé. Staðan var þá orðin 1-3 fyrir Rosengard og reyndist mark Guðrúnar mikilvægt því lokatölurnar urðu 3-4.

Rosengard er með 30 stig eftir 12 umferðir. Linköping er með 25 stig og getur misst Häcken, sem á leik til góða, framúr sér í toppbaráttunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner