Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 03. júlí 2018 10:07
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Englands - Young tilbúinn að taka víti
Ashley Young í leiknum gegn Panama.
Ashley Young í leiknum gegn Panama.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
England mætir Kólumbíu í 16-liða úrslitum HM í kvöld en leikið verður í Moskvu. Flautað er til leiks klukkan 18 en dómari verður Bandaríkjamaðurinn Mark Geiger.

Líklegt byrjunarlið Englands: Pickford; Walker, Stones, Maguire; Tripper, Lingard, Henderson, Alli, Young; Sterling, Kane

Mirror spáir því að Gareth Southgate muni aftur snúa í byrjunarliðið sem vann Túnis í fyrsta leik. Harry Kane skoraði þá sigurmarkið.

Dele Alli missti af leiknum gegn Panama og var hvíldur gegn Belgum en ætti að koma aftur inn í liðið í staðinn fyrir Ruben Loftus-Cheek.

Jordan Pickford heldur stöðu sinni í markinu þrátt fyrir gagnrýni sem hann fékk fyrir að verja ekki skot Adnan Januzaj í lokaleik riðilsins.

Sjá einnig:
Englendingar hafa lagt mikla áherslu á að æfa víti

Það er eins og enskir fjölmiðlar geri ráð fyrir því að leikurinn í kvöld fari í vítaspyrnukeppni en ekkert lið er með lakari árangur en England þegar kemur að vítakeppnum.

Ashley Young svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær og sagðist tilbúinn að stíga á punktinn í kvöld, þrátt fyrir að hafa klúðrað víti gegn Ítalíu í vítakeppni 2012.

„Auðvitað býð ég mig fram til að taka spyrnu ef á þarf að halda. Ég hef trú á getu minni til að taka vítaspyrnu. Við höfum verið að æfa vítaspyrnur á æfingum og ég tel mig geta skorað," segir Young.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner