Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 03. júlí 2021 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var kantmaður í B-liði 3. flokks - Núna í atvinnumennsku sem hafsent
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, deildi því á Twitter á dögunum að Brynjar Ingi Bjarnason hefði verið í B-liði í 3. flokki sem kantmaður.

Núna er hann kominn út í atvinnumennsku á Ítalíu sem miðvörður og er viðloðandi landsliðið.

Sævar var í viðtalið í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag þar sem hann spjallaði um Brynjar, sem samdi nýverið við Lecce á Ítalíu.

„Þetta er hrikalega skemmtileg saga og eitthvað sem ýja að okkar iðkendum. Það eru fimm ár síðan hann var B-liðs maður sem kantmaður í 3. flokki hjá okkur. Hann ákveður svo í samráði við Míló og Atla Svein að prófa hafsent þegar hann kemur upp í 2. flokk. Það gengur vel og finnur sig vel í þeirri stöðu," sagði Sævar.

„Hann fer á láni í Magna, spilar þar gott tímabil í 1. deild. Þetta er skemmtileg saga um öðruvísi leið og gefur þeim sem eru ekki inn á þessum landsliðsradar eða eru framúrskarandi upp til 15-16 ára, gott tækifæri til að halda áfram."

Sjá einnig:
Brynjar ekki að hugsa um peningana - „Mjög þroskuð ákvörðun"


Útvarpsþátturinn - Íslenski boltinn og Ítalía á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner