Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 03. september 2020 17:32
Ívan Guðjón Baldursson
Castagne kominn til Leicester (Staðfest)
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, reyndi að fá Castagne til liðs við sig þegar hann var við stjórnvölinn hjá Celtic en það mistókst.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, reyndi að fá Castagne til liðs við sig þegar hann var við stjórnvölinn hjá Celtic en það mistókst.
Mynd: Getty Images
Leicester er búið að ganga frá kaupum á belgíska bakverðinum Timothy Castagne frá Atalanta.

Castagne er afar fjölhæfur bakvörður sem getur leikið bæði vinstra og hægra megin í vörninni auk þess að vera öflugur á báðum köntum.

Hann er fenginn til að fylla í skarð Ben Chilwell en óljóst er hvort Castagne muni taka sæti hans eða vera notaður annars staðar á vellinum.

Castagne verður 25 ára í desember og hefur skorað tvö mörk í 7 A-landsleikjum fyrir Belgíu. Hann kom við sögu í 96 leikjum á þremur árum hjá Atalanta en yfirleitt af bekknum, þar sem hann fyllti reglulega í skarð Hans Hateboer hægra megin og Robin Gosens vinstra megin.

Atalanta ætlar að fá Rick Karsdorp til að fylla í skarð Castagne.

Leicester er talið borga 21,5 milljón punda fyrir Castagne.


Athugasemdir
banner
banner
banner