Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche ósáttur með dómgæsluna: Þetta er bara skrýtið
Mynd: Getty Images
Burnley heimsótti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld og tapaði 3-1.

Að leikslokum var Sean Dyche svekktur með frammistöðu sinna manna og gagnrýndi hann einnig stóra dómaraákvörðun í leiknum. Hann taldi brotið á Kevin Long, varnarmanni Burnley, í aðdraganda opnunarmarks Newcastle.

„Þetta er bara skrýtið, ég skil ekki hvað er að gerast í fótboltaheiminum. Ég hef talað við nokkra stjóra og held að flestir þeirra séu ringlaðir yfir ástandinu. Við Bruce (Steve, stjóri Newcastle) fórum báðir að hlæja undir lokin útaf ósamræminu, annar dómari hefði ekki dæmt á þetta. Þú mátt ekki snerta eyrað á andstæðingi án þess að hann detti og það sé dæmt brot en svo er miðverðinum okkar augljóslega ýtt ólöglega af boltanum og það er ekkert dæmt," sagði Dyche.

„Knattspyrnuheimurinn er á mjög skrýtnum stað þegar kemur að líkamlegu hliðinni og dómgæslunni.

„Kannski eru dómarar bara orðnir verri þegar kemur að því að meta hversu mikil snertingin er. Kannski þurfa þeir að sjá leikmann rúlla sér á jörðinni til þess að geta tekið ákvörðun, áður fyrr rúlluðu menn sér ekki á jörðinni og þá voru dómarar betri að meta svona hluti."


Burnley er búið að tapa þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Dyche er vongóður um að hlutirnir breytist þegar menn koma til baka úr meiðslum.

„Okkur vantar fjóra mikilvæga leikmenn í hópinn. Þegar allir eru klárir í slaginn erum við með góðan hóp og þá munu hlutirnir líta mun betur út. Núna fáum við smá frí og svo þurfum við að mæta aftur grimmir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner