Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 03. október 2020 20:03
Mist Rúnarsdóttir
Pétur Péturs: Töpuðum leiknum í fyrri hálfleik
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við ekki góðar í fyrri hálfleik eftir korter og það truflaði mig. Mér fannst seinni hálfleikur vera fínn hjá okkur og við fengum færi til að klára leikinn líka eins og Blikarnir en þeir nýttu sín færi,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net eftir stórleikinn gegn Breiðablik í kvöld. Eftir jafnan og spennandi fótboltaleik urðu það hlutskipti gestanna í Breiðablik að taka stigin þrjú og titilvonir Valskvenna því orðnar ansi veikar.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Þetta var svolítið taktískur leikur að mörgu leyti. En eins og ég segi þá var ég ekki sáttur við fyrri hálfleikinn og mér fannst við tapa leiknum þar. Við fengum þó mjög góð færi síðustu 10 mínútur í fyrri hálfleik. En svona er þetta stundum. Stundum skorarðu og stundum ekki,“ sagði Pétur um leikinn.

Það hefur verið gaman að fylgjast með endurkomu Mistar Edvardsdóttur á knattspyrnuvöllinn og hún kemur með nýjar víddir inn í leik Vals. Mist var áberandi í leiknum, þá sérstaklega fyrri hluta hans. Við spurðum Pétur út í endurkomu Mistar í Valsliðið.

„Eigum við ekki að orða það þannig að hún gerir ansi mikið fyrir okkur en ég sá náttúrulega líka að hún var orðin pínu þreytt. Það verður að segjast eins og er en hún stóð sig samt vel.“

Tapið í kvöld þýðir að Breiðablik kemst tveimur stigum upp fyrir Val og á auk þess leik til góða. Miðað við sérflokkinn sem Blikar og Valur hafa verið í í sumar verður að teljast nánast ómögulegt að Blikar fari að tapa stigum núna.

„Við hugsum bara um að spila þessa tvo leiki fyrir okkur og reyna að vinna þá en ég á ekki von á því að Blikarnir fari að tapa héðan af,“ sagði Pétur sem reiknar ekki með að eiga í vandræðum með að gíra sitt lið upp í leikina tvo.

„Það get ég ekki ímyndað mér, eru ekki allir samningsbundnir? Þarf ekki að klára samningana sína?“ sagði Pétur að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner