Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. nóvember 2020 15:55
Elvar Geir Magnússon
Guðjón Baldvinsson yfirgefur Stjörnuna (Staðfest)
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Guðjón Baldvinsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. Þetta er tilkynnt á heimasíðu Garðabæjarfélagsins.

„Margar góðar minningar sem ég tek með mér. Ég hef spilað með liðinu í þremur efstu deildum landsins og því upplifað þennan magnaðan uppgang félagsins undanfarin 18 ár," segir Guðjón.

„Guðjón Baldvinsson hefur reynst félaginu mjög vel í gegnum árin og glatt okkur ófá skiptin á knattspyrnuvöllum landsins. Takk fyrir allt Gaui," segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar.

Guðjón er 34 ára og hefur verið orðaður við endurkomu til KR þar sem hann lék 2008, 2010 og 2011.

Tilkynning Guðjóns:

Kæru Stjörnuvinir

Eftir frábær ár hjá Stjörnunni hef ég tekið þá ákvörðun að ég sé búinn að spila minn síðasta leik fyrir félagið.

Margar góðar minningar sem ég tek með mér. Ég hef spilað með liðinu í þremur efstu deildum landsins og því upplifað þennan magnaðan uppgang félagsins undanfarin 18 ár.

Ég er viss um að uppgangurinn haldi áfram með öllum þeim efnilegu leikmönnum sem eru til staðar hjá félaginu.

Ég vill þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með í gegnum árin , sjálboðaliðar, stuðningsmenn, þjálfarar og leikmenn
Takk fyrir mig og gangi ykkur vel

Guðjón Baldvinsson
Skíni Stjarnan

Athugasemdir
banner
banner