Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. nóvember 2022 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Rakel áfram í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Val. Hún er nú samningsbundin út tímabilið 2024. Fyrri samningur rann út eftir nýliðið tímabil.

Rakel, eins og hún er oftast kölluð, er fædd árið 1998 og hefur síðastliðin tvö sumur leikið fyrri Val. Hún missti af nær öllu tímabilinu 2021 vegna meiðsla en var í lykilhlutverki í ár þegar Valur varð tvöfaldur meistari.

Sjá einnig:
Horfir í landsliðið eftir erfið meiðsli - „Vil ekki fara út bara til að fara út" (18. ágúst)

Hún hefur leikið 101 leik í efstu deild og skorað í þeim 14 mörk. Í sumar skoraði hún þrjú mörk í átján leikjum.

„Ég er mjög ánægð með tímabilið. Ég átti erfitt tímabil í fyrra þar sem ég meiddist illa og var frá allt tímabilið. Það er mjög gaman að vera komin til baka og ná tveimur titlum," sagði Rakel í viðtali eftir lokaleik umferðarinnar.

Rakel á að baki sjö landsleiki og var á dögunum valin í æfingahóp landsliðsins sem kemur saman síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner