Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. maí 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Að ráða Pochettino kostar í dag tæpa 2,3 milljarða króna
Mynd: Getty Images
Newcastle er sagt í stjóraleit en ef verður af eigendaskiptum hjá félaginu er starf Steve Bruce, núverandi stjóri félagsins, sagt í mikilli hættu.

Mauricio Pochettino er sagður ofarlega á lista þeirra sem ætla sér að kaupa Newcastle en hann hefur ekki verið í starfi síðan í nóvember. Áður hafði Pochettino verið í mörg ár hjá Tottenham og átti hann talsvert eftir af samningi sínum þar þegar hann var rekinn.

Ef Newcastle ætlar að ráða Pochettino í þessum mánuði þarf félagið að greiða Tottenham risaupphæð. 12,5milljónir punda eða tæplega 2,3 milljarða króna kostar að ráða Pochettino í maí.

Þetta herma heimildir ESPN. Í sex mánuði var Tottenham með klásúlu um það að félagið fengi greiðslu ef Pochettino yrði ráðinn stjóri annars staðar.

Frá og með júní er Pochettino hins vegar ókeypis, ef laun hans og undirskriftagreiðsla er tekin úr jöfnunni.
Athugasemdir
banner