Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. maí 2022 20:09
Brynjar Ingi Erluson
„Hef enga ástæðu til að öfunda Sadio Mané"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Allan Saint-Maximin, leikmaður Newcastle United, segist ekki hafa ástæðu til þess að öfunda kollega sinn í ensku úrvalsdeildinni, Sadio Mané.

Saint-Maximin, sem er 25 ára gamall, hefur skemmt stuðningsmönnum Newcastle frá því hann kom frá Nice fyrir þremur árum með ógnarhraða auk þess sem hann er lipur með boltann.

Hann er með 5 mörk og 4 stoðsendingar á þessari leiktíð en er í 45. sæti yfir þá leikmenn sem hafa skapað hættuleg færi.

Franski leikmaðurinn var í viðtali við franska fjölmiðilinn So Foot á dögunum og sagði þar að fólk myndi horfa á hann öðruvísi um leið og hann fær leikmann með sér sem getur klárað færin sem hann leggur upp.

„Þeir sem hafa spilað með mér vita það að ég hef enga ástæðu til að öfunda Sadio Mané ef við erum að tala um hrein gæði.

„Þann dag sem ég fæ leikmann með mér sem getur klárað færin sem ég legg upp þá mun ég leggja upp tíu til fimmtán mörk og mun breyta því hvernig fólk hugsar."

Hann er gríðarlega hrifinn af því hvernig fyrrum körfuboltamaðurinn Michael Jordan breytti leiknum í NBA-deildinni í Bandaríkjunum og vill hann gera slíkt hið sama.

„Ég vil gera hluti sem hafa áhrif og breyta leiknum, það er markmiðið. Eins og það sem Michael Jordan tókst að gera. Jordan breytti lífi fólks, gaf því vinnu og það er fegurðin við þetta allt saman," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner