Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2022 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Ótrúlegar senur á Bernabeu - Rodrygo skoraði tvö á rúmri mínútu
Rodrygo tók málin í sinar hendur og skoraði tvö fyrir Real Madrid
Rodrygo tók málin í sinar hendur og skoraði tvö fyrir Real Madrid
Mynd: Getty Images
Real Madrid og Manchester City eru á leið í framlengingu á Santiago Bernabeu eftir að Madrídingar komu til baka undir lok leiks eftir að hafa lent 1-0 undir.

Man City var með eins marks forystu eftir fyrri leikinn en þeim leik lauk með 4-3 sigri enska liðsins.

Riyad Mahrez kom svo City yfir á Bernabeu á 73. mínútu og útlit fyrir að City væri á leið í úrslit.

Jack Grealish var nálægt því að gulltryggja það á 86. mínútu en Ferland Mendy bjargaði á stórkostlegan hátt á línu.

Um miðjan síðari hálfleikinn kom brasilíski vængmaðurinn Rodrygo inná og sá átti heldur betur eftir að breyta leiknum. Hann jafnaði undir lok venjulegs leiktíma eftir sendingu frá Karim Benzema áður en hann gerði annað mark Real Madrid rúmri mínútu síðar.

Dani Carvajal átti fyrirgjöfin á Rodrygo sem átti gott skot sem hafnaði í markinu.

Staðan í einvíginu er því jöfn 5-5 og framlenging framundan, þvílíkur leikur á Bernabeu!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner