Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. júní 2021 07:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Barcelona á förum - Finnur ekki fyrir trausti
Mynd: Getty Images
Vicky Losada, fyrirliði Barcelona, er á förum frá spænska stórveldinu í sumar.

Barcelona hefur átt magnað tímabil og vann þrennuna; spænsku úrvalsdeildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina. Liðið var í raun óstöðvandi.

Hin þrítuga Losada hefur ekki verið í stóru hlutverki og hún vill komast í burtu. „Þetta ár hefur verið erfitt fyrir mig og ég hef ekki fengið traust frá þjálfaranum," sagði Losada við FourFourTwo.

Hún er sögð í viðræðum við Manchester City, eitt besta lið Englands. Losada spilaði áður með Arsenal og þekkir því enska boltann nokkuð vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner