Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. október 2020 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd enn í viðræðum við Cavani, Dembele og Telles
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United sé enn í viðræðum við þrjá leikmenn á óskalista félagsins.

Af þessum þremur er úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani líklegastur til að ganga í raðir Rauðu djöflanna sem eru að reyna að lækka gjaldið sem þeir þurfa að greiða til umboðsmanns hans en það nemur næstum 10 milljón evrum. Þetta gjald er það sem kom í veg fyrir félagaskipti Cavani til Benfica og Atletico Madrid fyrr í sumar.

Þegar kemur að kantmanninum Ousmane Dembele þá er ástandið þannig að Man Utd vill fá hann að láni á meðan Barcelona vill aðeins selja hann.

Hjá vinstri bakverðinum Alex Telles er ástandið þannig að Man Utd tímir ekki að borga 25 milljónir evra fyrir leikmann sem á aðeins 8 mánuði eftir af samningi sínum.
Athugasemdir
banner
banner