Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. október 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rennes fær Dalbert og Rugani frá Inter og Juve (Staðfest)
Daniele Rugani er kominn í franska boltann.
Daniele Rugani er kominn í franska boltann.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Rennes er í E-riðli Meistaradeildarinnar ásamt Chelsea, Sevilla og Krasnodar.

Þar er búist við að Chelsea og Sevilla fari nokkuð þægilega í gegn en Frakkarnir ætla að gera sitt besta til að veita stórliðunum samkeppni.

Þeir voru að krækja í tvo öfluga varnarmenn úr Serie A deildinni sem koma á lánssamningum út tímabilið frá tveimur sterkustu liðum ítalska boltans, Inter og Juventus.

Vinstri bakvörðurinn Dalbert kemur frá Inter en hann gerði mjög vel að láni hjá Fiorentina á síðustu leiktíð. Dalbert er 27 ára gamall Brassi en samningur hans við Inter gildir til 2023. Rennes getur keypt Dalbert fyrir rétt rúmar 10 milljónir evra á næsta ári.

Miðvörðurinn Daniele Rugani, sem hefur meðal annars verið eftirsóttur af Arsenal og West Ham, er einnig kominn til félagsins. Rugani er 26 ára gamall og á 7 A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu auk þess að hafa spilað 101 leik á fimm árum hjá Juve. Það fylgir enginn kaupmöguleiki með Rugani.

Steven Nzonzi, miðjumaður Roma, er einnig á lánssamningi hjá Rennes og þá er félagið búið að kaupa fjóra leikmenn í sumar fyrir um 50 milljónir evra auk þess að selja markvörðinn Edouard Mendy til Chelsea.

Rennes er búið að krækja í Serhou Guirassy framherja Amiens, Alfred Gomis fyrrverandi keppinaut Rúnars Alex Rúnarssonar um markvarðarstöðuna hjá Dijon og Martin Terrier frá Lyon.
Athugasemdir
banner
banner