Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 15:35
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Kristianstad í Meistaradeildarsæti
Mynd: Twitter
Kristianstad er í þriðja sæti sænsku deildarinnar eftir flottan sigur á Örebro í dag.

Elíasbet Gunnarsdóttir er við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn Íslendingur var í leikmannahópi liðsins í dag vegna meiðsla. Svava Rós Guðmundsdóttir og Sif Atladóttir eru á mála h já félaginu.

Fjarvera Íslendinganna sakaði ekki þar sem Kristianstad var komið í fjögurra marka forystu eftir hálftíma af leiknum. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í tvö mörk en forysta Kristianstad var aldrei í hættu.

Þriðja sæti sænsku deildarinnar er afar mikilvægt þar sem það gefur þátttökurétt í Meistaradeild kvenna. Kristianstad er með þriggja stiga forystu á Linköping sem er í fjórða sæti.

Anna Rakel Pétursdóttir lék þá fyrri hálfleikinn er botnlið Uppsala tapaði fyrir Eskilstuna United.

Anna Rakel byrjaði í fimm manna varnarlínu en henni var skipt út í stöðunni 0-2. Gestirnir komust í fjögurra marka forystu áður en Uppsala svaraði með tveimur mörkum sem dugðu ekki.

Uppsala er á leið niður um deild en liðið er sex stigum frá öruggu sæti, með 10 stig eftir 17 umferðir.

Kristianstad 4 - 2 Örebro
1-0 M. Bodin ('11)
2-0 J. Rantala ('15, víti)
3-0 J. Rantala ('22)
4-0 A. Welin ('29)
4-1 F. Skogman ('41)
4-2 F. Skogman ('87)
Rautt spjald: S. Vidlund, Örebro ('66)

Uppsala 2 - 4 Eskilstuna United
0-1 F. Rogic ('14)
0-2 okobi-Okeoghene ('43)
0-3 F. Rogic ('52)
0-4 F. Rogic ('77)
1-4 Bergman-Lundin ('84)
2-4 B. Olsson ('96)
Athugasemdir
banner
banner
banner