Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. október 2021 14:33
Elvar Geir Magnússon
Daníel Leó og Mikael Egill kallaðir inn í A-landsliðið
Icelandair
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur gert breytingar á leikmannahópi landsliðsins sem leikur heimaleiki gegn Armeníu og Liechtensten í undankeppni HM 8. og 11. október.

Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson verða ekki með vegna meiðsla og í þeirra stað koma Daníel Leó Grétarsson og Mikael Egill Ellertsson inn.

Daníel Leó er varnarmaður hjá Blackpool en hefur ekki verið í hóp að undanförnu.

Mikael Egill, sem er 19 ára, er hjá SPAL á Ítalíu. Þar hefur hann komið við sögu í þremur leikjum í B-deildinni. Hann var upphaflega valinn í æfingahóp U21 landsliðsins í þessum landsleikjaglugga.

Daníel Leó á einn A -landsleik að baki, gegn Kanada í janúar 2020. Mikael Egill hefur ekki leikið A landsleik, en var í hópnum í september.
Athugasemdir
banner
banner