Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. janúar 2021 13:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik til Silkeborg (Staðfest) - Liðið stefnir upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Silkeborg tilkynnti nú rétt í þessu að félagið væri búið að fá Patrik Sigurð Gunnarsson að láni frá Brentford út leiktíðina.

Patrik er tvítugur markvörður sem var að láni hjá Viborg fyrri hluta tímabilsins. Viborg og Silkeborg leika bæði í dönsku B-deildinni.

Silkeborg er í 3. sætinu, sjö stigum á eftir toppliðum Viborg og Esbjerg. Nú er vetrarfrí í Danmörku en keppni hefst að nýju í febrúar.

Patrik lék virkilega vel með Viborg og kemur nú til Silkeborg þar sem aðalmarkvörður liðsins glímir við meiðsli.

Patrik verður liðsfélagi Stefáns Teits Þórðarsonar sem gekk í raðir félagsins síðasta haust. Þeir eru liðsfélagar hjá U21 landsliðinu.

„Um leið og ég heyrði að SIF vildi fá mig hafði ég áhuga. Það er góður staður fyrir mig að halda áfram eftir tímann hjá Viborg. Ég veit aðeins um félagið frá leikjunum tveimur gegn Viborg í haust. SIF er með gott lið með góðum leikmönnum og ég hlakka til að vera hluti af því liði," segir Patrik.

Hann trúir því staðfastlega að hann geti hjálpað liðinu að ná markmiði sínu sem er að fara upp um deild.

„100 prósent. SIF á skilið að vera með fleiri stig en liðið er núna með. Liðið er með hópinn til að vera annað af efstu tveimur í 1. deildinni."

Sjá einnig:
Patrik: Verð að vera klár þegar David verður seldur (20. nóv)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner