banner
   fös 20. nóvember 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik: Verð að vera klár þegar David verður seldur
Ég á fjóra leiki eftir hér og vonandi getum við haldið áfram að gera vel. Svo verður staðan tekin hvað ég mun gera eftir áramót
Ég á fjóra leiki eftir hér og vonandi getum við haldið áfram að gera vel. Svo verður staðan tekin hvað ég mun gera eftir áramót
Mynd: Getty Images
 Brentford er þannig félag að þegar menn gera vel þá eru menn seldir. Það á sá dagur eftir að koma að félagið selur David því hann hefur verið að spila hrikalega vel.
Brentford er þannig félag að þegar menn gera vel þá eru menn seldir. Það á sá dagur eftir að koma að félagið selur David því hann hefur verið að spila hrikalega vel.
Mynd: Getty Images
Ég er með danska þjálfara hjá Brentford og þeir voru ánægðir með að ég væri að fara til Danmerkur
Ég er með danska þjálfara hjá Brentford og þeir voru ánægðir með að ég væri að fara til Danmerkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson og félagar hans í Viborg eru í toppsæti dönsku B-deildarinnar. Patrik er að láni frá Brentford á Englandi. Hann var í viðtali við Fótbolta.net í kvöld spurður út í U21 árs landsliðið í kjölfarið á að staðfest var með þátttöku liðsins á lokakeppni EM á næsta ári.

Patrik er tvítugur markvörður og var hann einnig spurður út í Viborg og hvernig það kom til að hann endaði þar á láni.

„Brentford lagði fram þessa hugmynd að ég færi til Viborg. Það er tenging milli félaganna. Það var annað hvort í stöðunni að fara í C-, eða D-deildina á Englandi að láni eða koma hingað. Ég er með danska þjálfara hjá Brentford og þeir voru ánægðir með að ég væri að fara til Danmerkur," sagði Patrik.

„Ég held að það sé fínt að ég hafi farið til Viborg þar sem þjálfararnir þekkja aðstæður hér og hvernig getustigið er, mældu með að ég kæmi hingað. Þeir sögðu að þetta myndi hjálpa mér bæði sem einstaklingi og með stöðu mína hjá Brentford."

Mun koma að því að David verður seldur og þá verð ég að vera klár
Veit Patrik hvort hann sé að fara í samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Brentford þegar hann snýr til baka úr láninu?

„Ég verð hér fram að jólum og á eftir að taka zoom-fund með Brentford hvað félagið vilji gera. Hvort félagið vilji fá mig til baka til að setja pressu á David [Raya, aðalmarkvörð] eða búa til aukna samkeppni hjá Brentford. Eða hvort félagið vilji að ég fari einhvert annað á lán til að fá ennþá fleiri leiki. Brentford er þannig félag að þegar menn gera vel þá eru menn seldir. Það á sá dagur eftir að koma að félagið selur David því hann hefur verið að spila hrikalega vel. Þá er mikilvægt fyrir mig að hafa spilað vel og hafa safnað leikjum undir beltið. Ég verð að vera klár þegar tækifærið kemur."

Alltaf gaman að vera á toppnum
Ef Patrik fengi að ráða myndi hann vilja vera áfram hjá Viborg?

„Já, auðvitað væri skemmtilegt að vera hluti af liðinu ef Viborg fer upp um deild. En eins og staðan er í dag þá er eiginlega allt opið. Það verður að koma í ljós hvort að það opnist eitthvað hærra 'level' fyrir mig að spila á, þá annars staðar á láni eða hjá Brentford."

Er Patrik alveg sáttur með eigin frammistöðu hjá Viborg?

„Já hingað til er ég mjög sáttur. Ég hef spilað einhverja átta eða níu leiki, erum taplausir og búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er auðvitað alltaf gaman að vera á toppnum. Ég á fjóra leiki eftir hér og vonandi getum við haldið áfram að gera vel. Svo verður staðan tekin hvað ég mun gera eftir áramót," sagði Patrik.

Sjá einnig:
„Ennþá sætara eftir á að hyggja að þetta er það sem skilar okkur inn á EM"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner