Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. júní 2022 15:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brasilíska landsliðið þarf ekki að treysta á leikmann eins og Neymar lengur
Mynd: Getty Images

Brasilía undirbýr sig fyrir átökin á HM í Katar í vetur með tveimur æfingaleikjum í Asíu um þessar mundir.


Liðið lagði Suður Kóreu í vikunni 5-1 þar sem Neymar skoraði tvö mörk en liðið mætir síðan Japan á morgun.

TIte, landsliðsþjálfari Brasilíu segir að liðið þurfi ekki lengur að treysta alfarið á leikmann eins og Neymar. Hann er næst markahæstur í sögu landsliðsins með 73 mörk, fjórum mörkum færri en Pele gerði á sínum tíma.

„Ég hef verið við stjórnvölin í landsliðinu í langan tíma og á þeim tíma hef ég gert mörg mistök og einnig tekið góðar ákvarðanir. Það er ný kynslóð leikmanna á leiðinni og eitt sem ég hef gert vel er að gefa mörgum séns. Nú þurfum við ekki bara að treysta einum leikmanni," sagði Tite.


Athugasemdir
banner
banner