Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 05. júlí 2021 22:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild: Fyrsti sigur Kára kom gegn Haukum - Fjögur mörk á fimm mínútum
Káramenn fögnuðu í kvöld.
Káramenn fögnuðu í kvöld.
Mynd: Skagafréttir
Haukar 2 - 3 Kári
1-0 Kristófer Dan Þórðarson ('44)
1-1 Andri Júlíusson ('54)
2-1 Tómas Leó Ásgeirsson ('56)
2-2 Marinó Hilmar Ásgeirsson ('58)
2-3 Martin Montipo ('59)

Það fór einn leikur fram í 2. deild karla í kvöld þegar Haukar og Kári mættust í lokaleik tíundu umferðar.

Haukar gátu með sigri nálgast toppliðin en Kári var í botnsætinu fyrir leikinn.

Haukar komust yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Kristófer Dan skoraði og leiddu heimamenn á Ásvöllum í hálfleik.

Á fimm mínútna kafla snemma í seinni hálfleik gerðust svo hlutirnir. Kári komst yfir á 54. mínútu með marki frá Andra Júlíussyni en Tómas Leó Ásgeirsson kom Haukum strax aftur yfir.

Marinó Hilmar Ásgeirsson jafnaði skömmu síðar fyrir gestina og strax í næstu sókn kom Martin Montipo gestunum yfir.

Það reyndist sigurmark leiksins og fyrsti sigur Kára í deildinni staðreynd. Kári er með sex stig í næstneðsta sæti á meðan Haukar eru 4. sæti með fimmtán stig, sex stigum frá toppnum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner