Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. september 2021 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Argentínu: Ég er orðlaus yfir þessu
Lionel Messi gengur af velli ásamt liðsfélögum sínum
Lionel Messi gengur af velli ásamt liðsfélögum sínum
Mynd: EPA
Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins, er í áfalli yfir því að leikur liðsins gegn Brasilíu hafi verið stöðvaður eftir fimm mínútur af heilbrigðisstarfsmönnum.

Leikurinn hófst á réttum tíma og fimm mínútum síðar mætti teymi heilbrigðisstarfsmanna í Brasilíu inn á völlinn.

Þeir sökuðu þar fjóra leikmenn Argentínu, sem spila á Englandi, um að brjóta sóttvarnarreglurnar í Brasilíu.

Þetta voru ótrúlegar senur á vellinum og voru leikmenn argentínska liðsins færðir inn í klefa á meðan beðið var eftir niðurstöðu en það á enn eftir að koma í ljós hvað verður.

„Ég er mjög leiður yfir þessu. Ég ætla ekki að skella skuldinni á neinn en þetta er sorglegt því þetta var ekki augnablikið til að gera þetta, á vellinum. Þetta átti að vera veisla og ég er orðlaus yfir þessu," sagði Scaloni.

„Ég vildi óska þess að fólkið í Argentínu myndi vita hvað ég er að ganga í gegnum. Ég ætla að sjá til þess að leikmönnum mínum verði ekki vísað úr landi," sagði hann ennfremur við heimasíðu argentínska knattspyrnusambandsins.

Sjá einnig:
Heilbrigðisstarfsmenn létu stöðva leik Brasilíu og Argentínu


Athugasemdir
banner
banner
banner