Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. nóvember 2019 12:57
Elvar Geir Magnússon
Orri Steinn til FCK (Staðfest)
Orri yfirgefur Gróttu og fer í atvinnumennskuna.
Orri yfirgefur Gróttu og fer í atvinnumennskuna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Danska meistaraliðið FC Kaupmannahöfn hefur staðfest samning við Orra Stein Óskarsson sem kemur frá Gróttu. Orri er fimmtán ára gamall.

Í frétt á heimasíðu FCK segir að Orri muni verða með U17 liði félagsins frá sumrinu 2020.

„Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu," segir í umfjöllun á heimasíðu Gróttu.

Orri Steinn er sóknarleikmaður fæddur 2004 og kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann skoraði 2 mörk gegn Hetti í 2. deildinni í fyrra aðeins 13 ára.

Orri hjálpaði Gróttu að vinna Inkasso-deildina á liðnu sumri, hann lék 12 leiki og skoraði eitt mark.

Þess má að geta að Orri er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner