Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 06. mars 2020 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum liðsfélagi Zlatan: Það var erfitt að spila með honum
Mynd: Getty Images
Sebastian Lletget, leikmaður Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni, segir andrúmsloftið í hópnum mun betra og þægilegra eftir að Zlatan Ibrahimovic yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil.

Zlatan, sem er 38 ára gamall, var óneitanlega besti leikmaður Galaxy á þeim tveimur árum sem hann eyddi þar. Hann skoraði 53 mörk í 58 leikjum en hann var þó ekki auðveldur að eiga við.

Lletget lék með Zlatan og segir hann að sá tími hafi verið afar erfiður.

Það vakti athygli í einum leik Galaxy er Zlatan og Lletget voru að stilla upp í vegg fyrir aukaspyrnu en Zlatan ýtti Lletget í burtu og var sænski framherjinn ekki vinsæll innan hópsins.

„Það er klárlega betra andrúmsloftið hérna núna. Maður gat ekki verið frjáls og það var pirrandi. Það kom tími þar sem maður vildi taka skóna af sér og labba af vellinum," sagði Lletget.

„Það er erfitt að spila gegn honum en það er mun erfiðara að spila með honum," sagði hann ennfremur í BSI hlaðvarpinu á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner