Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 06. september 2021 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Annar samstöðufundur fyrir leikinn gegn Þýskalandi
Öfgar  beina spjótum sínum að Arnari Þór Viðarssyni.
Öfgar beina spjótum sínum að Arnari Þór Viðarssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á miðvikudaginn og hefur aðgerðahópurinn Öfgar, í samstarfi við forvarnahópinn Bleika fílinn, kallað til samstöðufundar fyrir utan Laugardalsvöll fyrir upphafsflautið.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 en samstöðufundurinn byrjar klukkan 17:00.

„Öfgar og Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn efla aftur til samstöðufundar fyrir þolendur. Hvetjum öll til að mæta 8. september kl. 17.00 fyrir framan Laugardalsvöll, fyrir leik Íslands þar sem við mætum Þýskalandi," segir í færslu frá Öfgum á Twitter.

„Landsliðsþjálfari hefur fengið að halda uppi skaðlegri orðræðu og versnar hver blaðamannafundurinn sem er haldinn.

„Við þurfum að sýna að við erum að fylgjast með, við ætlum ekki að leyfa þessu að líðast og að við stöndum með þolendum. Nauðgunarmenning á enga samleið með knattspyrnu og til að útrýma henni þurfum við að vera réttu megin við línuna."


Sjá einnig:
Samstöðufundur með þolendum ofbeldis fyrir utan Laugardalsvöll


Athugasemdir
banner
banner