Nú klukkan 18:45 hefst landsleikur Íslands og Rúmeníu í undankeppni HM í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í skugga þungrar umræðu síðustu daga um ofbeldismenningu innan KSÍ en formaður KSÍ Guðni Bergsson sem og stjórn sambandsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 2 Rúmenía
Aðgerðarhópurinn Öfgar sem og forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn standa fyrir samstöðufundi með þolendum ofbeldis fyrir utan Laugardalsvöll í aðdraganda leiksins. Fótbolti.net ræddi við meðlimi Öfga um þeirra veru á staðnum sem og skilaboð þeirra út í samfélagið.
Sjá má viðtalið við meðlimi Öfga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir