Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. september 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsþjálfarinn fékk Covid - „Er bara mjög góður"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því á fréttamannafundi fyrr í dag að hann hefði nýverið greinst með Covid.

Það átti að halda fréttamannafund landsliðsins síðasta föstudag en það var ekki hægt eftir að landsliðsþjálfarinn greindur með veiruna. Þess vegna var landsliðshópurinn tilkynntur í dag.

Steini var spurður út í sína eigin heilsu á fréttamannafundinum. Hann segir hana vera góða.

„Ég er bara mjög góður sko. Þetta var ekki mikið sem ég lenti í, sem betur fer var ég heppinn," sagði Steini.

„Ég hékk heima í nokkra daga heill heilsu og hafði það gott. Ég var reyndar að drepast úr leiðindum en það er annað mál."

Framundan hjá Íslandi er leikur gegn Hollandi í undankeppni HM. Það er fyrsti leikur liðsins í nýrri undankeppni.
Athugasemdir
banner
banner